ÞJÓNUSTUSKILMÁLAR  HJÁ VEFHÝSING EHF

 

SAMÞYKKT Á ÞJÓNUSTUSKILMÁLUM

 1. Með því að haka í og smella á klára pöntun, hefur þú, (hér eftir nefdur sem þjónustukaupi )samþykkt skilmála Vefhýsingar ehf..  Samþykki skilmálanna er skilyrði þess að áskrifandi megi nota þjónustu Vefhýsingar ehf. Þjónustukaupi, samþykkir að fara eftir skilyrðum og reglum sem fram koma í skilmála þessum.  Skilmálinn tekur einnig á allri nýrri þjónustu sem þjónustukaupi stofnar til hjá Vefhýsingu ehf..
 2. Þjónustukaupi staðfestir, að hann sé að lágmarki átján ára, ásamt því að vera fjár- og sjálfráða. Ef áskrift er skráð á fyrirtæki, staðfestir tengiliður fyrirtækis, að fyrirtækið sé skráð hjá Ríkisskattsjóra.  Ennfremur lýsir þjónustukaupi því yfir og ábyrgist að allar upplýsingar sem hann hefur gefið Vefhýsingu ehf. séu réttar. 
 3. Vefhýsing  ehf. mun kappkosta að veita þjónustukaupa góða þjónustu m.a. vegna hýsingar á  vefsíðu, tölvupósti, rekstri á sýndarþjóni og nafnaþjóni.
 4. Vefhýsing ehf., tryggir að þjónustuskilmálar séu aðgengilegir fyrir þjónustukaupa á slóðinni, www.vefhysing.is/skilmalar.  Vefhýsing ehf., hefur leyfi til að breyta þesum skilmálmum án fyrirvara.

TÍMABIL – GREIÐSLUR/LOKUN ÞJÓNUSTU – ENDURNÝJUN/UPPSÖGN Á ÞJÓNUSTU

 1. Þjónustukaupi, samþykkir að greiða þau hýsingar- og rekstrargjöld samkvæmt verðskrá Vefhýsingar efh..  Verðskrá er birt á heimasíðu Vefhýsingar ehf..  Tímabil áskrifta er frá fyrsta hvers  mánaðar til loka sama mánaðar.
 2. Hægt er að greiða fyrir þjónustu, með kreditkorti eða greiðsluseðli í gegn um banka.  Ekki er hægt að leggja beint inn á reikning Vefhýsingu ehf..  Ef greitt er með kreditkorti, greiðir þjónustukaupi ekki bankainnheimtukostnað sem fellur á þjónustukaupa sem velur greiðsluseðilinn.  Sé ekki greitt 15 dögum eftir eindaga, áskilur Vefhýsing sér rétt til að loka þjónustunni og eyða öllum gögnum af leigðu vefsvæði eða þjóni.
 3. Uppsagnarfrestur er einn mánuður og miðast uppsögn við mánaðarmót.  Ekki er tekið við uppsögn í gegn um síma, né tölvupóst.  Einungis er hægt að segja upp áskrift í gegn um stjórnborð þjónustukaupa.  Á meðan þjónustu er ekki sagt upp í gegn um þjónustuborðið, er hún virk og skuldbindur þjónustukaupi sig til að greiða af þjónustunni um hver mánaðarmót.   Ef um vanskil verður, sendir Vefhýsing ehf., vanskilin í innheimtu hjá Mótus.  Jafngildir það ekki lokun á þjónustunni eða sem uppsögn frá þjónustukaupa.  Kosnaður sem af því hlíst, fellur á þjónustukaupa.
 4. Vefhýsing ehf., endurgreiðir ekki áskriftagjöld, kostnað vegna lénaskráninga eða SSL skirteina sem dæmi.  Kaup á þjónustu er á ábyrgð þjónustukaupa.

                           PERSÓNUUPPLÝSINGAR OG PERSÓNUVERND

 1. Þjónustukaupi, er að fullu ábyrgur fyrir varðveislu og notkun allra auðkenna sem Vefhýsing ehf. afhendir honum, s.s. lykilorðum, notendanöfnum o.fl. Þá er þjónustukaupi, jafnframt ábyrgur fyrir allri notkun á þeirri þjónustu eða búnaði sem hann leigir hjá Vefhýsingu ehf..  Þjónustukaupa ber skilda til að láta Vefhýsingu ehf. vita ef grunur vaknar um að auðkennisupplýsingar hafi mögulega komist í hendur óviðkomandi, eða fara inn á stjórnborðið og breyta auðkennisupplýsingunum sínum.   Vefhýsing ehf. er ekki ábyrgt fyrir skaða eða tjóni sem hljótast kann af notkun auðennisupplýsinga sem afhentar hafa verið þjónustukaupa.
  1. Við kaup á þjónustu hjá Vefhýsing ehf., eru settar inn uplýsingar um tengilið þjónustukaupa við Vefhýsingu ehf..  Ef lykilorð tínist, mun Vefhýsing ehf., ekki afhenda neinum aðgang að þjónustuborðinu, nema að hann sé skráður tengiliður.  Hægt er að skrá fleiri en einn tengilið inn í stjórnborðinu.
   Áskrifandinn fellst á ofangreint fyrirkomulag um aðgengi að aðgangsupplýsingum og leysir Vefhýsing  ehf. undan allri ábyrgð á skaða sem verða kann að verða.
  2. Vefhýsing ehf. lofar að vernda upplýsingar, þ.á.m. persónuupplýsingar um áskrifanda, með þeim ráðum sem tiltæk.
  3. Vefhýsing  ehf. afhendir ekki þriðja aðila upplýsingar um áskrifanda, nema skv. lögum, dómsúrskurði eða  í þeim tilvikum sem nauðsynlegt er að fá þriðja aðila til að rannsaka möguleg brot á þessum skilmálum eða öðrum samningum milli Vefhýsingar  ehf., eða löggjafavaldsins.

 

DEILD HÝSINGU

 • Vefhýsingin hjá Vefhýsing ehf. er svokölluð deild hýsing, eða  Shared hosting service. Það þýðir að margir áskrifendur deila með sér vélbúnaði og/eða sýndarvélbúnaði.  Vefhýsing  ehf. áskilur sér allan rétt til að færa þjónustu áskrifanda milli véla og/eða sýndarvéla, ef Vefhýsing ehf. álítur færsluna nauðsynlega eða hagkvæma fyrir aðra á sömu vél.
 • Vefhýsing  ehf. áskilur sér allan rétt til að slökkva á eða hamla notkun á þjónustu þjónustukaupa, tímabundið eða endanlega, ef Vefhýsing  ehf. álítur að notkun þjónustukaupa á þjónustunni valdi, eða gæti valdið, truflunum á rekstri eða þjónustu til annarra þjónustukaupa í deildri hýsingu og ef vefur eða þjónusta þjónustukaupa hafi verið "hökkuð" eða sé af einhverjum ástæðum undir stjórn annarra en áskrifanda sjálfs.
  • að verið sé að brjóta lög eða siðferðisviðmið..

Þjónustuborð Vefhýsingar ehf., og útseld þjónusta.

 1. Þjónustukaupi fær aðgang að þjónustuborði sem snýr að hans þjónustu.  Þar er hægt að stofna/eyða netföngum, stofna/eyða vefsvæði, stofna/eyða gagnagrunnum.  Setja upp heimasíðuforrit og enduruppsetja vefi úr afritun.
 2. Ef þjónustukaupi vill að starfsmaður Vefhýsing ehf., setji upp heimasíðuforrit, enduruppsetji - (restore) hanni-eða breyti heimasíðu.  Er slík vinna gerð samkvæmt tímagjaldi eða tilboði. 

ÓHEIMIL NOTKUN VEFHÝSINGARÞJÓNUSTU

 1. Útsendingar á ruslpósti eru bannaðar á þjónum  Vefhýsingar ehf. og leiða til tafarlausrar stöðvunar allrar þjónustu viðkomandi þjónustukaupa. Þetta á við um allan fjöldapóst á póstlista eða sambærilega hópa þar sem móttakendur hafa  ekki gefið samþykki sitt fyrir sendingunum, að mati Vefhýsingar  ehf., eða ef ómögulegt eða torvelt er fyrir móttakendur að segja sig af slíkum lista, einnig að mati Vefhýsingar ehf.
 2. Bannað er að bjóða, selja eða tengja við aðrar vefsíður sem bjóða, selja eða sýna eftirfarandi varning: a) Ávana- eða fíkniefni og/eða vörur eða þjónustu því tengdar, b) Vopn, c) Höfundarréttarvarið efni sem áskrifandi hefur ekki rétt til að bjóða eða selja, d) upplýsingar til að brjóta höfundarrétt eða vörumerkjaréttindi annarra, e) upplýsingar til að framleiða, búa til eða útvega ólöglegan varning eða vopn, f) klámefni eða kynlífsvarning, g) skráardeilingu h) annað ólöglegt, skaðlegt eða siðferðislega ámælisvert efni eða upplýsingar, að mati Vefhýsingar ehf.
 3. Vefhýsing ehf. áskilur sér fullan og skilyrðislausan rétt til að meta hvort lokað verði á þjónustu til áskrifanda, með eða án fyrirvara, ef Vefhýsing  ehf. álítur efni það sem áskrifandi vistar ólöglegt, siðlaust eða skaðlegt. Eingöngu mat Vefhýsingar ehf. gildir í þessum efnum.  Áskrifandi afsalar sér öllum bótakröfum á hendur Vefhýsingar ehf. Vegna mögulegs tjóns sem ákvörðun tekin á þessum forsendum kann að valda honum.

 

YFIRLÝSING UM TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR

 1. Þjónustukaupi, skilur og fellst á að þjónusta sú, er Vefhýsing  ehf. veitir af bestu getu starfsmanna Vefhýsingar ehf. án nokkurrar ábyrgðar af hálfu Vefhýsingar  ehf. um gæði, áreiðanleika, hraða, villuleysi eða virkni. Þjónustukaupi afsalar sér öllum bótakröfum á hendur Vefhýsingar ehf.  sem kunna að stofnast af völdum villna, bilana, aðgengisskorts, gagnataps, minnkaðs hraða eða skorts á virkni þeirrar þjónustu sem Vefhýsing ehf. veitir. Gildir þetta án tillits til sakar starfsmanna Vefhýsingar  ehf.

VARNARÞING OG LÖG

 1. 1.Um skilmála þessa fer að íslenskum lögum. Mál sem kunna að rísa út af þeim skal reka fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


Vefhýsing ehf. | Sími: 551-8500 | Opið virka daga frá 10:00 til 16:00
www.vefhysing.is | vefhysing hjá vefhysing.is
Kt. 450914-0530

 

Hjálpaði þetta svar? 10 Notendum fannst þetta nothæft (15 Atkvæði)